grein. Samtökin heita Hollvinasamtök Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði.
grein. Markmið samtakanna er að efla og stuðla að nýjungum í starfsemi stofnunarinnar, auka tengsl við almenning og standa fyrir umræðum og kynningu á starfi og stefnu stofnunarinnar. Þetta verði m.a. gert með eftirfarandi hætti: • Að standa vörð um stofnunina og starfsemi hennar. • Að stuðla að kynningu út á við, þar á meðal með því að hlutast til um að félagsmenn og velunnarar fái greiðar upplýsingar um starfsemi og framgang stofnunarinnar og nýjungar á sviði heilbrigðis og heilsueflingarmála. • Að veita HNLFÍ fjárhags- og siðferðilegan stuðning og hvatningu í ýmsum framfara- og hagsmunamálum.
grein. Tekjur Hollvinasamtaka Heilsustofnunar NLFÍ eru: • Félagsgjöld sem ákveðin eru árlega á aðalfundi samtakanna. • Frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og annarra aðila. • Aðrar tekjur. Fjárframlög til Hollvinasamtakanna má ánafna ákveðinni starfsemi innan Heilsustofnunar s.s rannsóknum, endurnýjun tækjakosts og tækjakaupum eða beinum fjárstuðningi við ákveðið markmið eða verkefni. Óskilyrtum fjárframlögum ráðstafar stjórn samtakanna í samræmi við markmið þeirra. Verði samtökin lögð niður skulu allar eignir þeirra renna óskipt til Heilsustofnunar NLFÍ. Ef stofnunin verður lögð niður skal stjórn samtakanna gera tillögu til félagsfundar um ráðstöfun eigna þeirra og skal stefnt að því að þær renni til sambærilegra verkefna. Varsla fjármuna samtakanna skal falin bankastofnun eftir nánari ákvörðun stjórnar. Félagar teljast þeir sem greiða árgjöld samtakanna. Fyrirtæki , félagasamtök og opinberir aðilar geta orðið styrktarfélagar en njóta ekki atkvæðaréttar.
grein. Aðalfundur samtakanna skal haldinn eigi síðar en 1. júní ár hvert.
grein. Stjórn félagsins skipa fimm menn Formaður skal kosinn til eins árs í senn. Meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára í senn, tveir ár hvert. Í varastjórn skulu kjörnir 2 menn til eins árs. Þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins eða varastjórn skulu tilkynna það til stjórnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund félagsins. Óheimilt er að endurkjósa sama aðila til formanns oftar en þrisvar í röð. 2 Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum, kýs sér varaformann, gjaldkera og ritara. Stjórn er heimilt að skipa nefndir sér til ráðgjafar og til að vinna að einstökum málum skv. ákvörðun stjórnar. Verkefni stjórnar eru m.a: a. Að ákveða hvaða þætti í starfsemi stofnunarinnar samtökin styðji sérstaklega á hverjum tíma, eftir atvikum að fengnum tillögum frá m.a. læknum og öðru starfsfólki stofnunarinnar, stjórn stofnunarinnar og ráðgjafanefnd hafi hún verið skipuð. b. Að undirbúa og boða til aðalfundar. c. Að vinna að fjölgun félaga og styrktaraðila samtakanna og gera þeim kleift að fylgjast með og hafa áhrif á þróun samtakanna og stofnunarinnar. d. Að vinna að kynningu á samtökunum og starfsemi þeirra bæði meðal félagsmanna og utan þeirra raða.
grein. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Reikningar skulu lagðir fram endurskoðaðir og undirritaðir af stjórn á aðalfundi samtakanna.
grein. Heimilt er stjórn að hrinda í framkvæmd fjársöfnun ef þurfa þykir í nafni samtakanna, til stuðnings ákveðnum verkefnum.
grein. Stjórn skal kosin á aðalfundi og situr til eins árs í senn.
grein. Til aðalfundar skal boðað með minnst viku fyrirvara. Lögum samtakanna er einungis heimilt að breyta á aðalfundi og þarf til þess amk. 2/3 hluta greiddra atkvæða. Tillögum til lagabreytinga skal skila 15 dögum fyrir aðalfund til stjórnar og skal stjórn geta þess í fundarboði, ef lagabreytingatillaga hefur komið fram. (Lög þessi voru samþykkt einróma á stofnfundi félagsins 2005 og lagabreytingar vegna 5.greinar árið 2017)