You are currently viewing Fréttabréf Hollvina Heilsustofnunar 2022

Fréttabréf Hollvina Heilsustofnunar 2022

Kæru Hollvinir

Gleðilegt ár kæru hollvinir og takk fyrir þau liðnu.

Það er kraftaverki líkast að á síðasta ári hafi ekki hafi þurft að loka Heilsustofnun vegna Covid 19. Þetta hefði ekki gengið án frábærs starfsfólks sem af æðruleysi og þolinmæði hefur leyst erfið verkefni þannig að allt hefur gengið vel fyrir sig. Við vonum að svo verði áfram.   

Stjórn Hollvinasamtaka Heilsustofnunar hefur stöðugt leitað leiða til að styðja við þetta góða starf með kaupum á ýmsum tækjum og búnaði til að létta undir í erfiðum rekstri.

Þannig hafa samtökin náð að kaupa kostnaðarsöm tæki til lækninga, heilsuræktar, húsbúnað, tómstunda og dægrardvalar en má sjá upptalningu á heimasíðunni https://hollvinirhnlfi.is/

Árgjald 2022

Greiðsluseðill er meðfylgjandi þessu fréttabréfi en hann birtist einnig rafrænn í heimabanka.

Einnig má leggja árgjaldið inn á;  0325-26-1122 – kt.700805-2040

Hér eftir verða fréttabréf, innheimta og upplýsingaflæði í rafrænu formi.

Upplýsingar um ný eða breytt netföng má gjarnan senda í heilsa@heilsustofnun.is

Gjafir hollvina á árinu 2021

  • Fjölþjálfi frá Fastus
  • Blóðþrýstingsmælir frá Parlogis
  • Reiðhjól frá Fjallakofanum
  • Ásláttarhljóðfæri og magnari fyrir Kapelluna
  • Gítar fyrir Hollvinastofu/Kapellu
  • Jógadýnur og kubbar frá Hreysti
  • Útibekkur   
Nustep fjölþjálfi

Aðalfundur

verður haldinn í Kapellunni á Heilsustofnun, miðvikudagskvöldið 23. mars 2022 kl. 19.30. Aðalfundarstörf verða hefðbundin og verður fundurinn einnig á Teams og er hlekkur á heimasíðunni https://hollvinirhnlfi.is/

Stjórnarkjör 2022

Allir félagar geta gefið kost á sér til stjórnarþáttöku sem verður afgreidd á lýðræðislegan hátt.

Þeir sem hafa áhuga á stjórnarsetu eða öðrum stuðningi við Hollvinasamtökin geta sett skilaboð í þar til gerða kassa á stofnuninni, sent póst á netfangið heilsa@heilsustofnun.is eða sett sig í samband við Þorleif Gunnlaugsson í síma 820 4020 

Láttu þá sjá

er íslensk heimildarmynd um lífshlaup Jónasar Kristjánssonar, læknis og stofnanda Heilsuhælisins í Hveragerði. Myndin var frumsýnd á síðasta ári og er aðgengileg á ruv.is til 1. apríl 2022

Að lokum

Helstu tekjur samtakanna þar sem skráðir eru í dag um 1.000 manns eru af félagsgjöldum. Árgjaldið er nú 3.000 kr. en einnig eru haldin bingókvöld þar sem stjórnin hefur notið mikils velvilja varðandi gjafir til vinninga. Sérstakt framlag einstaklinga og fyrirtækja hefur einnig skipt miklu máli.

Það er því til mikils að vinna fyrir velunnara og aðstandendur Heilsustofnunar að fjáröflun okkar gangi vel og róðurinn verði hertur varðandi öflun félaga og gjafir til bingóvinninga en einnig með auknum stuðningi frá fyrirtækjum og félagsmönnum sem sjá sér fært að leggja meira af mörkum

Stjórn samtakanna er skipuð sjálfboðaliðum sem eiga það sameiginlegt að hafa reynslu af starfi stofnunarinnar og upplifað þau kraftaverk sem þar gerast í framförum dvalargesta. Frá síðasta aðalfundi hefur stjórn haldið 6 formlega stjórnarfundi auk margskonar óformlegs samráðs og vinnu á borð við bingókvöld og annarra verkefna á milli funda.

Þorleifur Gunnlaugsson, Valdimar Lárus Júlíusson, Ólafur Hjálmarsson, Jón Kristinn Arngrímsson, Margrét Grímsdóttir, Þuríður Guðrún Hauksdóttir, Ólöf Guðrún Hafsteinsdóttir