Aðalfundur 2019

Aðalfundur haldinn í Hollvinasamtökum Heilsustofnunar NLFÍ,  20.mars 2019 kl:20:00.

Björk Vilhelmsdóttir formaður setti fundinn.
Ólafur Hjálmarsson var kosinn fundarstjóri og Björk Vilhelmsdóttir kosin ritari.

Farið var yfir verkefni liðins árs og hafa Hollvinasamtökin stutt vel við bakið á Heilsustofnun með kaupum á ýmsum búnaði og húsgögnum. Stærstu styrkir ársins fóru í að kaupa líkamsgreiningartæki á um 1.600.000 kr. og áreynsluprófstæki á um 2.650..000 kr. Hvorugt tækjanna kemur fram á ársreikningi þar sem þau voru afhent eftir áramót. Þá var keypt nýtt hjól fyrir sjúkraþjálfun fyrir 575.000 kr.

Áfram var unnið að endurbótum á félagatali og verður forgangsmál næstu stjórnar. Það hefur borið á því hjá okkur að rafpóstar hafa ekki skilað sér og er það miður. Þetta er verkefni sem verður lagt mikið í að laga sem og heima og facebooksíður samtakanna.

Ársreikningar koma inn fljótlega hér á síðunni.
Það helsta sem kom fram er að útgjöld voru 1.664.000 kr og rekstrarafgangur rúmlega 2.000.000 kr.

2.781.000 komu inn í félgagsgjöldum sem þýðir að 927 hollvinur hafi greitt félagsgjaldið sem er 3000 kr.
Þetta er 84% skilvísi hollvina.

Stjórn var kosin og er skipuð eftirfarandi fólki.
(stjórnin á eftir að skifta með sér verkum)

Björk Vilhelmsdóttir, formaður (endurkjörin til eins árs)
Valdirmar Lárus Júlíusson (kosinn til tveggja ára 2018)
Margrét Grímsdóttir (kosin til tveggja ára 2019)
Sigrún Sigurðardóttir (kosin til tveggja ára 2018)
Ólafur Hjálmarsson  (kosinn til tveggja ára 2019)
Í varastjórn eru: kosin til eins árs:
Þuríður Guðrún Aradóttir
Jón Kristinn Arngrímsson
Sveinn Rúnar Hauksson gaf ekki kost á sér áfram og eru honum þökkuð góð störf s.l. 2 ár. Jón Kristinn er nýr í stjórn og er boðinn velkominn til starfa.

Árgjald.
Tillaga stjórnar um óbreytt árgjald var
samþykkt og er því árgjaldið áfram 3000 kr.
Innheimta árgjalds fyrir 2019 hefst fljótlega.
Samþykkt var að  árgjald yrði innheimt í upphafi hvers árs frá og með janúnar 2020