You are currently viewing Aðalfundur 2021
Þorleifur Gunnlaugsson og Björk Vilhelmsdóttir

Aðalfundur 2021

Aðalfundur Hollvinasamtaka HNLFÍ haldinn á Heilsustofnun og með Teams fjarfundarbúnaði 27. maí. 2021 kl. 16.15

Björk Vilhelmsdóttir formaður setti fundinn.

Ingi Þór Jónsson var kosinn fundarstjóri og Björk Vilhelmsdóttir ritari.

Björk Vilhelmsdóttir fór yfir skýrslu stjórnar fyrir árin 2019 og 2020 en aðalfundi á síðasta ári var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

Hollvinir eru nú 991 talsins og fór Björk yfir helstu verkefni

  1. Verkefni 2019. Keypt voru þrekhjól og nuddtæki fyrir sjúkraþjálfun upp á tæpar tvær milljónir. Þvottavél og þurrkari fyrir dvalargesti voru endurnýjun og áfram var unnið að endurnýjun stóla fyrir dvalargesti.   
  2. Verkefni 2020. Stjórn lagði til fjármagn vegna margvíslegra COVID-aðgerða. Bætt sjónvarpstæki, snertilausir vatnshanar o.fl. Þá var Hollvinastofa tekin í gegn og gert átak í endurnýjun og fjölgun tómstundatilboða.

Margrét Grímsdóttir gjaldkeri stjórnar fór fyrir ársreikninga sl. tveggja ára. Skýrsla stjórnar og ársreikningar lagðir fram til umræðu og samþykktar. Nokkrir fundarmenn þökkuðu stjórn fyrir vel unnin störf sl. ár og var skýrsla stjórnar og reikningar félagsins samþykktir samhljóða.

Tilnefningar til trúnaðarstarfa. Samkvæmt lögum skal formaður kosinn til eins árs í senn. Meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára í senn, tveir hvert ár og varamenn kjörnir til eins árs. þar sem ekki var hægt að halda aðalfund á sl. ári er lagt fyrir fundinn eftirfarandi tillaga: Aðalfundur Hollvinasamtakanna samþykkir að kjósa nú tvo meðstjórnendur til eins árs og aðra tvo til tveggja ára.  Tillagan er samþykkt samhljóða.

Stjórn var kosin og er skipuð eftirfarandi fólki.
(stjórnin á eftir að skifta með sér verkum)

  • Þorleifur Gunnlaugsson, formaður til eins árs
  • Margrét Grímsdóttir (kosin til tveggja ára 2021-2023)
  • Ólafur Hjálmarsson  (kosinn til tveggja ára 2021-2023)
  • Valdirmar Lárus Júlíusson(kosinn til eins árs 2021-2022)
  • Jón Kristinn Arngrímsson(kosinn til eins árs 2021-2022)
  • Í varastjórn eru: kosin til eins árs:
  • Þuríður Guðrún Hauksdóttir 
  • Ólöf Guðrún Hafsteinsdóttir

Fundarstjóri gefur Þorleifi orðið. Þorleifur þakkar traustið og kynnir sig fyrir fundarmönnum. Fundarstjóri þakkar Björk Vilhelmsdóttir, Sigrúnu Sigurðardóttur og Þuríði Guðrúnu Aradóttur (Þurý) fyrir vel unnin störf í þágu hollvina í fjölda ára.

Árgjald. Stjórn leggur til óbreytt árgjald, eða 3.000. Samþykkt samhljóða.

Önnur mál:

Sjóður fyrir útiæfingartæki / fullorðinsróló. Eftirfarandi tillaga var send út með aðalfundarboði. Björk kynnir tillöguna og mikilvægi þess að taka frá fé áður en farið verði í söfnun fyrir útiæfingartækjum. Myndir fylgja til kynningar.

Stjórn leggur til að stofnaður verði sjóður með það að markmiði að fjárfesta í útiæfingatækjum við Heilsustofnun og niðursetningu þeirra. Kaup tækja og uppsetning mun bíða uppbyggingar nýs meðferðarkjarna. Stofnfé 4,5 m.kr. úr núverandi sjóði Hollvinasamtakanna verði ávaxtað á sérstökun reikningi. Stjórn Hollvinasamtakanna er falið að eiga viðræður  við stjórn Heilsustofnunar um komandi framkvæmdir, staðsetningu og kostnaðarskiptingu þar sem verkefnið krefst samvinnu Hollvinasamtakanna og Heilsustofnunar.

Samþykkt að vísa tillögunni til nýrrar stjórnar.

Bekkur við Varmá. Lagt er til að koma fyrir bekk við Varmá, við göngubrúna rétt við Heilsustofnun. Beiðni um bekk kom frá dvalargesti sem ekki getur gegnið að steinunum “Þetta líður hjá”. Mikilvægt er að koma á álíka kyrrðar- og áningarstað fyrir þá sem hafa skerta göngugetu. Myndir fylgja tillögunni. Samþykkt.

Ásláttarhljóðfæri. Tillaga kom frá nýlegum dvalargesti um að koma upp einhverjum ásláttarhljóðfærum í Kapellu. Margrir dvalargestir ættu þá að geta tekið þátt í margvíslegum tónlistarflutningi.Kynntar voru nokkrar hugmyndir (sjá myndir í fundargögnum). Aðalfundargestir tóku vel í þessa tillögu og var nýrri stjórn falið að ákveða hvað verði keypt.

Útiþvottsnúrur. Samþykkt að Hollvinasamstökin greiði fyrir nýjar útiþvottasnúrur nærri þvottaherbergi dvalargesta.

Fyrirhuguð uppbygging NLFÍ við Heilsustofnun. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar kynnti fyrirhugaða uppbyggingu á nýjum íbúðum, meðferðarkjarna og nýjum herbergjaálmum

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17.40.

Fundargerð ritaði Björk Vilhelmsdóttir